HeimFréttir og greinarElsta hús á Íslandi

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Kristborgu Þórsdóttur vegna fornleifarannsókna í Odda. Þar segir hún að rannsóknin felist í að kanna efnahagslegar undirstöður höfðingjaveldisins sem var í Odda á miðöldum.

Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur.

„Við höfum aðallega verið að rannsaka kerfi af manngerðum hellum sem hafa reynst eldri en við héldum fyrst. Þeir eru sennilega grafnir út að megninu til um miðja tíundu öld.“ Hluti þeirra fór úr notkun um hundrað árum síðar en einhverjir voru notaðir áfram. „Allt þetta kerfi er hrunið fyrir löngu en við fundum lítinn helli, sem er þá elsta hús undir þaki, ef svo mætti segja á Íslandi, frá því um 950.“

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum. Kristborg Þórsdóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, mun sýna og segja frá því helsta sem komið hefur í ljós frá því uppgröftur á kerfi manngerðra hella hófst fyrir fjórum árum. Leiðsögnin verður farin frá Langekru þar sem gestir geta lagt bílum sínum.

spot_img

MEST LESIÐ:

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.