Heiðursfélagi Oddafélagsins, Þórður Tómasson í Skógum, var í dag sæmdur fyrsta gullmerki félagsins í virðingar og þakkarskyni fyrir söfnun, varðveislu og miðlun menningararfsins.
„Uppgröfturinn í manngerðum hellum í Odda á Rangárvöllum er einstakur. Það hefur ekki áður verið grafið í hellum hér á landi sem hafa verið óraskaðir jafn lengi og þessir.“