HeimFréttir og greinarDrónaflug í Odda

Drónaflug í Odda

Í samvinnu við Flugbjörgunarsveitina á Hellu var flogið með myndavélardróna yfir Oddastað þann 4. ágúst sl.

Slíkar loftmyndir eru gagnlegar til að greina garða og þústir, misfellur í landslagi og allskyns mynstur. Hér er sýnishorn af myndunum sem teknar voru með þessari skemmtilegu tækni en þar er sérstaklega gaman að sjá hve hinir svonefndu Nautahellar eru greinilegir. Þar er hugmyndin að prófa að fara með jarðsjánna næsta sumar til þess að gera tilraun til að greina betur hvernig hellarnir eru lagaðir.

Getið er um það í jarteinabók Þorláks helga 1199, að nautahellir hafi fallið og ellefu naut beðið bana, en uxi einn mikill hafi bjargast, er heitið var á Þorlák helga. Unnu menn daglangt við að höggva bjargið ofan af uxanum. Bjarg þetta hefir verið sandsteinn eða sandhella, því þannig er undir jarðvegi þarna.

spot_img

MEST LESIÐ:

Ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Oddahátíð 2021

„Ég er stolt af því verkefni sem fór af stað til að rannsaka ritmenningu miðalda – og bjartsýn á að hér í Odda verði mennta- og fræðisetur að veruleika, áfangastaður fyrir okkur öll og mikilvæg miðja fyrir Rangæinga alla.“