HeimFréttir og greinarUppbygging mennningar- og fræðaseturs að Odda: Sæmundarstofu

Uppbygging mennningar- og fræðaseturs að Odda: Sæmundarstofu

Stjórn Oddafélagsins hefur sent sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu drög að framtíðarstefnu um uppbyggingu menningar- og fræðaseturs að Odda, Sæmundarstofu, til skoðunar.

Jafnframt var óskað eftir fundi með hverri sveitarstjórn til að kynna þessar hugmyndir frekar. Þegar hefur verið fundað með sveitarstjórn Rangárþings ytra sem tók mjög vel í tillögurnar og hvatti Oddafélagið til dáða. Á næstunni er stefnt að því að kynna hugmyndirnar fyrir sveitarstjórnum Rangárþings eystra og Ásahrepps. Drög að framtíðarstefnunni sem nú er til kynningar má finna hér

Í bréfi stjórnar Oddafélagsins til sveitarstjórnanna segir m.a. „Ef litið er til sögu okkar þá er Oddi svo sannarlega merkasti staður héraðsins og höfuðból okkar Rangæinga. Oddi er raunar eitt sögufrægasta höfuðból Íslands og á svo sannarlega skilið að við sýnum staðnum og sögu hans ræktarsemi. Nú eru Oddarannsóknir loksins orðnar að veruleika og tímabært að huga að næstu skrefum – og „vekja úr mold hina sögustóru fold“ líkt og Matthías Jochumsson prestur í Odda lét sig dreyma um á sinni tíð.“

spot_img

MEST LESIÐ:

Vel sótt Oddastefna í Háskóla Íslands

Með hverri Oddastefnu stækkar og dýpkar myndin af Odda og Oddaverjum á miðöldum.

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgreftri áfram í Odda í sumar.