HeimFréttir og greinarTillaga að Sæmundarstofu kynnt á Oddastefnu

Tillaga að Sæmundarstofu kynnt á Oddastefnu

Glæsileg tillaga að Sæmundarstofu, menningar- og fræðasetri í Odda, verður kynnt á Oddastefnu, laugardaginn 20. maí.

Á næstkomandi Oddastefnu, laugardaginn 20. maí, munu Friðrik Erlingsson, verkefnastjóri Oddafélagsins og Ágúst Sigurðsson formaður, kynna hugmyndavinnu og tillögu Basalt arkitektastofu að Sæmundarstofu.

Sæmundarstofa, suðurhlið.

Byggingin er hugsuð sem menningarmiðja héraðsins með fjölnotasölum fyrir almenning, veislu- og sýningarsal auk þess að vera miðstöð rannsókna og fræða í nafni Sæmundar Sigfússonar. Kirkjuskip byggingarinnar er glæsilega útfært og tekur mest um 400 manns í sæti, auk þess að vera tónleikasalur sem getur tekið á móti fullskipaðri sinfóníuhljómsveit.

Sæmundarstofa, miðstöð menningar og fræða í Odda, hefur verið markmið Oddafélagsins frá stofnun þess. Með tillögu Sigríðar Sigþórsdóttur er stórt og mikilvægt skref stigið í átt til þess að gera hugmyndina loks að veruleika, til heilla fyrir Rangárþing allt til framtíðar.

Oddafélagið vill hvetja íbúa Rangárþings til að koma á Oddastefnu í Hvolnum á Hvolsvelli, laugardaginn 20. maí milli 13.30 og 16.30 að kynna sér þessa tillögu og hlýða á aðrar kynningar af verkefnum Oddarannsóknarinnar.

Oddastaður t.v. og Sæmundarstofa í forgrunni, horft til norðvesturs.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.