HeimFréttir og greinarAukinn kraftur í Oddaverkefni

Aukinn kraftur í Oddaverkefni

Veglegur styrkur til fornleifarannsókna í Odda í sumar.

Undanfarin ár hefur farið fram uppgröftur á manngerðum hellum í Odda auk annarra fornleifarannsókna í Oddarannsókninni, þverfaglegu verkefni sem styrkt hefur verið af RÍM sjóðnum.

Tvö ár eru eftir af því verkefni og færist áherslan á frekari úrvinnslu gagna sem aflað hefur verið, útgáfu og ráðstefnur. Enn er þó stór hluti hellakerfisins í Odda órannsakaður og var þess því freistað að leita styrkja til áframhaldandi rannsókna til Fornminjasjóðs.

Þau gleðilegu tíðindi bárust á dögunum að rannsóknin fær veglegan styrk úr sjóðnum þannig að rannsóknin mun halda áfram í sumar. Unnið verður að því að grafa upp annan af tveimur gríðarstórum hrundum hellum syðst í túninu í Odda, þar sem fyrri rannsóknir
hafa farið fram.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.