HeimFréttir og greinarSpennandi Haustráðstefna Oddafélagsins

Spennandi Haustráðstefna Oddafélagsins

verður í Gunnarsholti, föstudaginn 15. október frá kl. 13 - 17.

Oddafélagið býður alla velkomna á spennandi Haustráðstefnu félagsins í Gunnarsholti, sem er aðalskrifstofa Landgræðslunnar, staðsett rétt austan við Hellu við þjóðveg 264.

 

 

Helgi Þorláksson kynnir framvindu Oddarannsóknarinnar, Ragnhildur Anna Kjartansdóttir og Miguel Andrade kynna sagnfræði- og bókmenntarannsókn, Kristborg Þórsdóttir og Egill Erlendsson kynna fornleifarannsókn og umhverfis- og mannvistarrannsókn. Hver kynning er um 5-10 mínútur.

Eftir hlé verða sérlega áhugaverðir fyrirlestrar um Sæmund fróða og konungasagnaritun, Sunnlenska skólann á miðöldum, Markús Skeggjason, lögsögumann og hinn hámenntaða Þorlák helga Þórhallsson, fósturson Oddaverja og biskup í Skálholti. Hver fyrirlestur er um 15 mínútur.

 

 

Gestafyrirlesarar verða Richard North og Haki Antonsson frá UCL í London og Sverrir Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir frá Háskóla Íslands.

Dagskrá hefst kl. 13

Helgi Þorláksson: Oddarannsóknin.

Ragnhildur Anna Kjartansdóttir: MA verkefni sagnfræðinema.

Miguel Andrade: MA verkefni bókmenntanema.

Fyrirspurnir og umræður, 10 mín.

Hlé (10 mín.)

Kristborg Þórsdóttir: Fornleifarannsóknir í Odda 2021.

Egill Erlendsson: Umhverfi og mannvist í Odda.

Fyrirspurnir og umræður, 15 mín.

Hlé með kaffi og meðlæti kl. 15 (30 mín.)

Richard North, UCL: „Sæmundur og ensku konungarnir í AM 1 e beta II fol.”

Sverrir Jakobsson, HÍ: „Oddaverjar og sunnlenski skólinn í sagnaritun“

Haki Antonsson, UCL: „Markús Skeggjason: Hugleiðingar um verk hans og samtíma“.

Ásdís Egilsdóttir HÍ: „Menntaði Oddaverjinn. Um Þorlák Þórhallsson og birtingarmynd hans í Þorláks sögu helga“.

5 mín. umræður og fyrirspurnir eftir hvern fyrirlestur

Að fyrirspurnum loknum verða almennar umræður um efni ráðstefnunnar og Oddarannsóknina. Haustráðstefnu lýkur um kl. 17.

spot_img

MEST LESIÐ:

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.