Vinir ævilangt

Tilgátusaga dr. Þórs Jakobssonar um vináttu og nám Sæmundar fróða og Jóns Ögmundssonar er fræðandi og skemmtileg og hefur fengið afar góðar viðtökur.

Í tilefni af 30 ára afmæli Oddafélagsins skrifaði dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins frá 1990 til 2016 þessa skemmtilegu tilgátusögu um bernsku, nám og vináttu Sæmundar fróða Sigfússonar í Odda og Jóns Ögmundssonar frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Bókina tileinkar Þór heiðursfélaga og verndara Oddafélagsins, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Það gleymist oft að merkismenn sögunnar voru eitt sinn börn og unglingar, þeir léku sér eins og börn allra tíma hafa gert og þeir létu sig dreyma um framtíðina. Hér dregur Þór upp mynd af þeim frændum og vinum og varpar ljósi á námsdvöl þeirra og útlenda lærdóma, styðst við þær mögru heimildir sem til eru og leyfir ímyndunaraflinu að fylla upp í eyðurnar.

Bókin er skreytt blýantsteikningum eftir höfundinn.

Vinir ævilangt er tilvalin til að fræða börn og unglinga um þessa merkismenn og þær áskoranir sem þeir stóðu frammi fyrir á unglingsaldri.

Bókina er hægt að kaupa beint af höfundi. Hún kostar aðeins kr. 1.500 með sendingarkostnaði. Hægt er að leggja inn á reikning 515-14-121857 kennitala: 051036-3449. Skýring: Vinir.

Ritið er einnig til sölu hjá Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi, Bókabankanum í Kolaportinu og hjá Pennnanum Eymundssyni í Reykjavík.
spot_img

MEST LESIÐ:

Sr. Geir og frú Dagný heiðruð í Reykholti

Sóknarnefnd og söfnuður Reykholtsprestakalls bauð þeim heiðurshjónum, sr. Geir Waage og frú Dagnýju Emilsdóttur, til hátíðardagskrár í Reykholti þar sem þeim var þakkað fyrir...