HeimFréttir og greinarHeiðursfélagi Þór

Heiðursfélagi Þór

Á fundi stjórnar Oddafélagsins þann 21. september sl. var einróma samþykkt að gera dr. Þór Jakobsson að heiðursfélaga í Oddafélaginu.

Framlag Þórs við að halda merki Odda á Rangárvöllum hátt á lofti hefur verið ómetanlegt og Oddafélagið á honum sína tilveru að þakka en Þór var formaður félagsins í aldarfjórðung allt frá stofnun þess árið 1990. Oddafélagar notuðu tækifærið að heiðra Þór í 80 ára afmælisveislu hans sem haldin var í Perlunni að viðstöddu fjölmenni þann 5. október sl.

Á heiðursskjali sem Þór var afhent ásamt myndarlegum blómvendi við þetta tækifæri stendur „Hafðu heila þökk fyrir ómetanlegt starf í þágu þess að gera Odda á Rangárvöllum að miðstöð menningar á nýjan leik“

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Sr. Geir og frú Dagný heiðruð í Reykholti

Sóknarnefnd og söfnuður Reykholtsprestakalls bauð þeim heiðurshjónum, sr. Geir Waage og frú Dagnýju Emilsdóttur, til hátíðardagskrár í Reykholti þar sem þeim var þakkað fyrir...