HeimFréttir og greinarFundað um málefni Oddastaðar

Fundað um málefni Oddastaðar

Síðastliðinn miðvikudag var haldinn góður fundur á skrifstofu Rangárþings ytra um málefni Oddastaðar. Fundinn sátu Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Odda, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Eríkur V. Sigurðsson markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra og Arnór Skúlason umsjónarmaður fasteigna hjá Kirkjumálasjóði.

arnor-skulason
Arnór Skúlason

Farið var yfir þau verkefni sem í gangi eru gagnvart Odda eins og Oddarannsóknina, fyrirhugaðar merkingar og uppsetning söguskilta í Odda og almenn umhverfismál á staðnum. Þá var farið ítarlega yfir verkefni sem sveitarfélagið er að vinna með Vegagerðinni en það er fyrirhuguð veglagning og brúargerð yfir Þverá hjá Odda. Vegurinn sem er um 2 km liggur um Oddajörðina og hefur verið gert ráð fyrir honum á aðalskipulagi sveitarfélagins um langa hríð. Þá var einnig farið niður í Odda og skoðaðar aðstæður m.a. hið nýja vegstæði sem liggur í beinu framhaldi af veginum heim að Odda og er auðvelt hvað veglagningu varðar.

elina-hrund
Elína Hrund í Odda

Nú í framhaldinu mun sveitarfélagið fara formlega fram á það við Kirkjuráð að leyfi fáist fyrir veglagningunni sem er geysilegt framfaraskref fyrir íbúa á svæðinu, bæði flóttaleið komi til náttúruhamfara og mikil vegabót almennt. Þannig styttist t.d. leiðin fyrir Oddaprest til sóknarbarna sinna á Bakkabæjum um 25 km en leiðin af Bakkabæjum að Hellu styttist um 15 km auk þess sem leiðin um hina nýju brú yfir Þverá verður nánast öll á bundnu slitlagi en núvernadi leið um Bakkabæjaveg hefur lengi verið slæm yfirferðar, holur og þvottabrettir á malarvegi. Þeir sem koma að þessu verkefni eru farnir að tala um þessa fyrirhuguðu nýju brú yfir Þverá sem -Oddabrú- og er það vel við hæfi því með henni verður Oddi aftur í alfaraleið rétt eins og hann var á árum áður þegar þjóðleiðin lá um hlaðið í Odda.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.