HeimFréttir og greinarUpptökur frá tónleikum á Oddahátíð 3. júlí 2021

Upptökur frá tónleikum á Oddahátíð 3. júlí 2021

Oddafélagið hefur sett upp YouTube síðu, þar sem upptökur af tónleikunum á Oddahátíð 3. júlí 2021 verða birtar. Fyrsta myndbandið sem hefur verið sett inn er af Hátíðarforleik, eftir Guðmund Óla Gunnarsson, hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, og er þetta frumflutningur verksins. Áður en langt um líður verða átta aðrar upptökur af tónleikunum settar inn á síðuna, auk upptaka af ræðum sem fluttar voru á Oddahátíð.

Á YouTube síðu Oddafélagsins verða einnig settar inn upptökur af fyrirlestrum á Oddastefnu, sem haldin var 22. maí 2021, og síðar munu aðrar upptökur af fyrirlestrum eða viðburðum sem Oddafélagið stendur fyrir í framtíðinni settar inn á þessa YouTube-síðu.

Youtube-síðan er ekki síst sett upp fyrir þá sem ekki komast á viðburði Oddafélagsins, en einnig til þess að halda utan um þessa viðburði á einum stað, þar sem bæði félagar og aðrir áhugasamir geta fylgst með og notið þess sem fram fór.

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands á Oddahátíð 2021, ásamt Kvennakórnum Ljósbrá, Karlakór Rangæinga, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni, tenór, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, eru stærsti tónlistarviðburður á Suðurlandi á þessu ári. Oddahátíð 2021 markar því þáttaskil og nýja sókn í menningarmálum á Suðurlandi.

spot_img

MEST LESIÐ: