Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og samstarfsmenn hennar hafa tekið saman skýrslu- jardsjarmaelingar-i-odda-2016 Þar má lesa niðurstöður úr fyrstu tilraun til jarðsjármælinga í Odda sem framkvæmdar voru nú í ágúst sl. Niðurstöðurnar eru mjög forvitnilegar og sýna hvaða möguleika jarðsjáin gefur til slíkra rannsókna. Meðal annars eru líkur til að þessar fyrstu jarðsjármælingar hafi leitt í ljós grunna tveggja eldri kirkna staðarins.
Nú verða lögð á ráðin um frekari rannsóknir með jarðsjá í Odda m.a. er áhugi á að skoða aðeins út fyrir bæjarhlaðið upp í Gammabrekku og gera tilraun til að nota jarðsjánna til að greina mögulega hella suður af henni.