HeimFréttir og greinarSæmundarstund við Háskóla Íslands, mánudaginn 20. mars

Sæmundarstund við Háskóla Íslands, mánudaginn 20. mars

Ellefta árlega Sæmundarstund fer fram mánudaginn 20. mars kl. 13.00 - 13.30, við styttuna af Sæmundi fróða við Aðalbyggingu Háskólans.

Háskóli Íslands birti eftirfarandi fréttatilkynningu á viðburðadagatali sínu:

Ellefta árlega Sæmundarstund fer fram mánudaginn 20. mars kl. 13.00 til 13.30, við styttuna af Sæmundi fróða (við Aðalbyggingu Háskólans). Að viðburðinum standa Oddafélagið, Stúdentaráð og skrifstofa rektors Háskóla Íslands.

Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó. Stundin hefur verið haldin árlega síðan, jafnan á degi sem næst vorjafndægri.

Þar er lærdómsmannsins og þjóðsagnapersónunnar Sæmundar fróða Sigfússonar minnst en hann var uppi á 11. og 12. öld. Sæmundur fór utan til náms og nam m.a. við skóla í Evrópu áður en hann sneri aftur til Íslands og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum.

Líkt og fyrri ár fer Sæmundarstund fram við styttuna af Sæmundi á selnum, sem stendur í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Styttuna gerði Ásmundur Sveinsson og vísar hún til frægrar þjóðsögu af viðureign Sæmundar við kölska en samkvæmt þjóðsögunni flutti hann Sæmund heim til Íslands í selslíki.

Viðri illa, færist Sæmundarstund inn í anddyri Aðalbyggingar.

Dagskrá
Kl. 13:00
1. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp.
2. „Kór Sæmundarstundar“. Börn í Leikskólanum Mánagarði syngja tvö lög.
3. Þór Jakobsson, fyrrverandi formaður Oddafélagsins, greinir í örfáum orðum frá sögu og tilgangi Sæmundarstundar.
4. Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, flytur ávarp.
5. Börnin í Mánagarði syngja eitt eða tvö lög.
Kl. 13:30
Sæmundarstund slitið.

Allir velkomnir

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.