HeimFréttir og greinarOddi í aðalhlutverki „Um land allt“ Stöð 2 mánudagskvöld kl. 19.10

Oddi í aðalhlutverki „Um land allt“ Stöð 2 mánudagskvöld kl. 19.10

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, heimsótti Oddahátíð í sumar og tók viðtöl við sóknarprestinn, kirkjubændurna og Oddafélagsmenn.

Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból

Kristján Már Unnarsson skrifar 
Bændurnir á Sólvöllum, þau Illugi Breki Albertsson og Hanna Valdís Guðjónsdóttir, heyja túnin í Odda og annast bústofn prestsins. Oddi sést á milli þeirra og ber kirkjustaðinn í Eyjafjallajökul.
Bændurnir á Sólvöllum, þau Illugi Breki Albertsson og Hanna Valdís Guðjónsdóttir, heyja túnin í Odda og annast bústofn prestsins. Oddi sést á milli þeirra og ber kirkjustaðinn í Eyjafjallajökul.SIGURJÓN ÓLASON

 

Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda.

„Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda.

Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.SIGURJÓN ÓLASON

 

Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda.

„Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís.

-En hvernig heyskaparjörð er Oddi?

„Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki.

Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.ARNAR HALLDÓRSSON

 

-En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún?

„Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann.

-Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði?

„Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“

Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar.

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:

HEIMILDvisir.is
spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.