Oddastefna 2018

Oddastefna verður haldin sunnudaginn 1. júlí 2018 í Odda á Rangárvöllum.

Oddastefna hefst að þessu sinni kl. 12:00 með því að öllum þátttakendum er boðið til hádegisverðar í Odda en borin verður fram miðaldasúpa framreidd af Sölva Birni Hilmarssyni matreiðslumeistara í Skálholti.

Dagskrá hefst kl. 13:00 í Oddakirkju:
– Helgistund á léttum nótum – Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir í Odda.
– Tónlistarflutningur – Kirkjukór Oddakirkju undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttir.
– Endurreisn Oddastaðar – Friðrik Erlingsson rithöfundur og stjórnarmaður í Oddafélaginu.
– Keldnaklaustur – Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
– Oddarannsóknin – Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur.

Oddaganga hefst 15:10 leiðsögumenn verða Þór Jakobsson fv. formaður Oddafélagsins og Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur

Oddastefnu slitið kl. 16:00

Kaffiveitingar framreiddar af kvenfélagi Oddakirkju

Allir velkomnir – gott væri ef áhugasamir myndu skrá mætingu á viðburðinn á Fésbókarsíðu Oddafélagsins

spot_img

MEST LESIÐ:

Hauststefna Oddafélagsins 7. október

Menningarsalnum á Hellu, Dynskálum 8.

Heilagur Nikulás

6. desember er ártíðardagur heilags Nikulásar, en Oddakirkja var honum vígð af Sæmundi Sigfússyni, að því er fornar heimildir greina.