HeimFréttir og greinarOddarannsóknin fær byr undir vængi

Oddarannsóknin fær byr undir vængi

Þau tímamót urðu í gær að Oddarannsóknin hlaut rannsóknarstyrk úr s.k. RÍM sjóði ríkisstjórnarinnar við hátíðlega athöfn í Reykholti. Helgi Þorláksson prófessor sem fer fyrir rannsókninni fyrir hönd Oddafélagsins tók við 7 mkr styrk fyrir þetta ár úr hendi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta skiptir miklu máli og nú verður hægt að hefjast handa við rannsóknir á Fornleifum, Umhverfi og mannvist og Lærdóms-, kirkju og valdamiðstöðinni í Odda. Þetta eru frábærar fréttir – til hamingju Oddi – þinn tími er kominn!

spot_img

MEST LESIÐ:

Þórður í Skógum sæmdur fyrsta gullmerki Oddafélagsins

Heiðursfélagi Oddafélagsins, Þórður Tómasson í Skógum, var í dag sæmdur fyrsta gullmerki félagsins í virðingar og þakkarskyni fyrir söfnun, varðveislu og miðlun menningararfsins.

Stórkostlegir tónleikar á fjölmennri Oddahátíð

Stærsti tónlistarviðburður ársins á Suðurlandi

Ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Oddahátíð 2021

„Ég er stolt af því verkefni sem fór af stað til að rannsaka ritmenningu miðalda – og bjartsýn á að hér í Odda verði mennta- og fræðisetur að veruleika, áfangastaður fyrir okkur öll og mikilvæg miðja fyrir Rangæinga alla.“

Elsta hús á Íslandi

Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Odda á Rangárvöllum.