HeimFréttir og greinarOddarannsóknin fær byr undir vængi

Oddarannsóknin fær byr undir vængi

Þau tímamót urðu í gær að Oddarannsóknin hlaut rannsóknarstyrk úr s.k. RÍM sjóði ríkisstjórnarinnar við hátíðlega athöfn í Reykholti. Helgi Þorláksson prófessor sem fer fyrir rannsókninni fyrir hönd Oddafélagsins tók við 7 mkr styrk fyrir þetta ár úr hendi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta skiptir miklu máli og nú verður hægt að hefjast handa við rannsóknir á Fornleifum, Umhverfi og mannvist og Lærdóms-, kirkju og valdamiðstöðinni í Odda. Þetta eru frábærar fréttir – til hamingju Oddi – þinn tími er kominn!

spot_img

MEST LESIÐ:

Sæmundarstund 20. mars kl. 13.00 – 13.30

Boðið er til Sæmundarstundar sem fram fer fimmtudaginn 20. mars kl. 13:00 til 13:30, við styttuna af Sæmundi fróða.