HeimFréttir og greinarMilli Holts og Odda - höfundur Njálu

Milli Holts og Odda – höfundur Njálu

Óskar Guðmundsson rithöfundur og sagnfræðingur heldur erindi í Oddakirkju laugardaginn 12. mars kl. 14:00

Óskar Guðmundsson rithöfundur og sagnfræðingur heldur erindi í Oddakirkju laugardaginn 12. mars kl. 14:00.

Óskar hefur lengi rannsakað hin margvíslegu tengsl á milli einstaklinga og ætta á miðöldum og tekist að varpa nýju ljósi á samskipti, fjölskyldutengsl og hagsmunabandalög sem eru m.a. grundvöllurinn undir ritun okkar stóru miðaldasagna. Í þessum fyrirlestri dregur hann fram lítt könnuð tengsl milli hinna merku kirkjustaða í Rangárþingi, Holts og Odda, og dregur höfund Njálu fram úr myrkri aldanna.

Óskar Guðmundsson er sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur og hefur komið að útgáfu fjölda bóka og rita sem ritstjóri og höfundur. Hann hefur ritað fjölda sagnfræðilegra verka í miðaldasögu, meðal annars sjö bækur um fyrstu aldir Íslandssögunnar í bókaflokknum Öldin okkar og stórvirkið ævisögu Snorra Sturlusonar sem kom út árið 2009.

Óskar nam sagnfræði, bókmenntir og þjóðfélagsfræði í Reykjavík, Bremen og Kaupmannahöfn, var blaðamaður, fréttastjóri og ritstjórnarfulltrúi m.a. á Þjóðviljanum og ritstjóri fréttatímaritsins Þjóðlífs.

spot_img

MEST LESIÐ:

Þórður í Skógum sæmdur fyrsta gullmerki Oddafélagsins

Heiðursfélagi Oddafélagsins, Þórður Tómasson í Skógum, var í dag sæmdur fyrsta gullmerki félagsins í virðingar og þakkarskyni fyrir söfnun, varðveislu og miðlun menningararfsins.

Sæmundur fróði og saga Odda – sögusýning Oddafélagsins í undirbúningi.

Ljósmyndatöku er lokið fyrir sögusýningu Oddafélagsins, „Sæmundur fróði og saga Odda,“ en sýningin verður sett upp í Oddalundi við Oddakirkju næsta sumar.