HeimFréttir og greinarFornleifaskóli unga fólksins í Odda

Fornleifaskóli unga fólksins í Odda

Í Oddarannsókninni verður lagt mikið upp úr öflugu kynningarstarfi á framgangi rannsókna og niðurstöðum eins og fram kemur í rannsóknaráætluninni sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands

uppsudlogo

Uppbyggingarsjóður Suðurlands

 

Þá er einnig stefnt að stofnun Fornleifaskóla unga fólksins í samstarfi við grunnskóla í héraði. Vonir Oddafélagsins og Fornleifastofnunar Íslands standa jafnframt til þess að fornleifarannsóknir í Odda og á Rangárvöllum geti haldið áfram eftir að þessari rannsókn lýkur og verða forsendur fyrir rekstri vettvangsskóla fyrir nemendur í fornleifafræði í Odda kannaðar til hlítar.

Það voru því ákaflega ánægjuleg tíðindi sem bárust um miðjan nóvember sl. þegar úthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurlands voru kunngerð. Þá kom í ljós að sjóðsstjórnin hafði ákveðið að veita Oddafélaginu hæsta menningarstyrkinn að þessu sinni í verkefnið ,,Fornleifaskóli unga fólksins í Odda á Rangárvöllum“. Markmið verkefnisins er að vinna að því að efla menningarstarf barna og ungs fólks. Skólanum er ætlað að vekja athygli þeirra á menningararfi svæðisins.

Verkefnið er þróunarverkefni og verður unnið í samvinnu með skólum á svæðinu. Það var því stoltur og þakklátur formaður Oddafélagsins sem tók við styrknum og skrifaði undir  samning um verkefnið með Guðlaugu Ósk Svansdóttur ráðgjafa hjá Háskólafélagi Suðurlands í starfsstöð SASS á dögunum. Nú er bara að bretta upp ermar og einhenda sér í verkefnið.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Vel sótt Oddastefna í Háskóla Íslands

Með hverri Oddastefnu stækkar og dýpkar myndin af Odda og Oddaverjum á miðöldum.

Rannsóknir í Odda halda áfram

Fornleifastofnun Íslands heldur uppgreftri áfram í Odda í sumar.