HeimFréttir og greinarFornleifaskóli unga fólksins í Odda

Fornleifaskóli unga fólksins í Odda

Í Oddarannsókninni verður lagt mikið upp úr öflugu kynningarstarfi á framgangi rannsókna og niðurstöðum eins og fram kemur í rannsóknaráætluninni sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands

uppsudlogo

Uppbyggingarsjóður Suðurlands

 

Þá er einnig stefnt að stofnun Fornleifaskóla unga fólksins í samstarfi við grunnskóla í héraði. Vonir Oddafélagsins og Fornleifastofnunar Íslands standa jafnframt til þess að fornleifarannsóknir í Odda og á Rangárvöllum geti haldið áfram eftir að þessari rannsókn lýkur og verða forsendur fyrir rekstri vettvangsskóla fyrir nemendur í fornleifafræði í Odda kannaðar til hlítar.

Það voru því ákaflega ánægjuleg tíðindi sem bárust um miðjan nóvember sl. þegar úthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurlands voru kunngerð. Þá kom í ljós að sjóðsstjórnin hafði ákveðið að veita Oddafélaginu hæsta menningarstyrkinn að þessu sinni í verkefnið ,,Fornleifaskóli unga fólksins í Odda á Rangárvöllum“. Markmið verkefnisins er að vinna að því að efla menningarstarf barna og ungs fólks. Skólanum er ætlað að vekja athygli þeirra á menningararfi svæðisins.

Verkefnið er þróunarverkefni og verður unnið í samvinnu með skólum á svæðinu. Það var því stoltur og þakklátur formaður Oddafélagsins sem tók við styrknum og skrifaði undir  samning um verkefnið með Guðlaugu Ósk Svansdóttur ráðgjafa hjá Háskólafélagi Suðurlands í starfsstöð SASS á dögunum. Nú er bara að bretta upp ermar og einhenda sér í verkefnið.

 

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.