Hauststefna Oddafélagsins um Oddarannsókn verður haldin í Menningarsalnum á Hellu, Dynskálum 8, föstudaginn 7. október kl. 13.15.
Fyrri hluti stefnunnar verður kynning á framvindu Oddarannsóknar í sagnfræði-, bókmennta- og fornleifarannsóknum. Seinni hluti stefnunnar eru þrír fyrirlestrar á ensku m.a. um Odda sem kirkju- og lærdómsmiðstöð. Útdráttum á íslensku verður dreift til gesta.
Hauststefnan hefst kl. 13:15 og lýkur um kl. 17.00
Dagskrá:
Kynning:
Oddarannsóknin: Helgi Þorláksson
Um sagnfræðiþáttinn: Sverrir Jakobsson
MA verkefni bókmenntanema: Oddur Pálsson
Fyrirspurnir og umræður
Fornleifarannsóknir 2022. Kristborg Þórsdóttir
Fyrirspurnir og umræður
Hlé með kaffi kl. 14:15 (30 mín.)
Fyrirlestrar:
Elizabeth Marie Walgenbach, Árnastofnun
„Bishop Árni Þorláksson, Oddi, and the Kristinréttr Árna“.
Kirsi Leena Salonen, Björgvinjarháskóla:
„Medieval Parish Formation and Right to Church Property – in Oddi and Elsewhere“.
Jón Viðar Sigurðsson, Óslóarháskóla:
„Oddi and Other Centres of Learning in the High and Late Middle Ages“.
5 mín. umræður og fyrirspurnir eftir hvert erindi. Almennar umræður um efni ráðstefnunnar og Oddarannsókinan.