HeimFréttir og greinarMilli Holts og Odda - höfundur Njálu

Milli Holts og Odda – höfundur Njálu

Óskar Guðmundsson rithöfundur og sagnfræðingur heldur erindi í Oddakirkju laugardaginn 12. mars kl. 14:00

Óskar Guðmundsson rithöfundur og sagnfræðingur heldur erindi í Oddakirkju laugardaginn 12. mars kl. 14:00.

Óskar hefur lengi rannsakað hin margvíslegu tengsl á milli einstaklinga og ætta á miðöldum og tekist að varpa nýju ljósi á samskipti, fjölskyldutengsl og hagsmunabandalög sem eru m.a. grundvöllurinn undir ritun okkar stóru miðaldasagna. Í þessum fyrirlestri dregur hann fram lítt könnuð tengsl milli hinna merku kirkjustaða í Rangárþingi, Holts og Odda, og dregur höfund Njálu fram úr myrkri aldanna.

Óskar Guðmundsson er sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur og hefur komið að útgáfu fjölda bóka og rita sem ritstjóri og höfundur. Hann hefur ritað fjölda sagnfræðilegra verka í miðaldasögu, meðal annars sjö bækur um fyrstu aldir Íslandssögunnar í bókaflokknum Öldin okkar og stórvirkið ævisögu Snorra Sturlusonar sem kom út árið 2009.

Óskar nam sagnfræði, bókmenntir og þjóðfélagsfræði í Reykjavík, Bremen og Kaupmannahöfn, var blaðamaður, fréttastjóri og ritstjórnarfulltrúi m.a. á Þjóðviljanum og ritstjóri fréttatímaritsins Þjóðlífs.

spot_img

MEST LESIÐ:

Oddafélagið 25 ára

Félagið var stofnað árið 1990 og varð 25 ára þann 1. desember 2015. Formaður þess frá upphafi hefur verið dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur.

Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin með stæl á Hótel Stracta...........

Listsýning Oddanema

Á Oddastefnu 2016 sagði Þórhalla Sigmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu frá verkefni sem grunnskólabörn unnu í vetur um sögu Sæmundar fróða.

Hugarflug á Oddastefnu 2016

Á Oddastefnu 2016 sem haldin var á Hótel Stracta sl. vor var þátttakendum skipt upp í vinnuhópa með það verkefni að ræða og brjóta heilann um framtíð Oddafélagsins og hvar bæri að leggja helstu áherslur.