HeimFréttir og greinarNýjar fréttir af Odda og Oddaverjum

Nýjar fréttir af Odda og Oddaverjum

Stórbók um sögu Odda og Oddaverja er væntanleg á árinu

Á þessu ári er væntanleg ríkulega myndskreytt bók um Odda og Oddaverja, með yfir 40 stuttum þáttum og greinum eftir 22 höfunda, um sögu, menningu og mannlíf í Odda á Rangárvöllum á miðöldum. Dæmi um kaflaheiti eru: Frillulífi í Odda og siðaboð Þorláks; Hinn konunglegi uppruni Jóns Loftssonar; Staðir og myndun héraðsríkja; Manngerðir hellar og stórbúskapur í Odda; Aristókratar í Odda, svo eitthvað sé nefnt. útgefnadi er Hið Íslenska bókmenntafélag.

Bókin er er ekki formlegt fræðirit, heldur fyrst og fremst ætluð almenningi til fróðleiks og upplýsingar, og svarar þannig brýnni þörf fyrir áhuga almennings á sögu Odda og Oddaverja frá landnámi og fram á miðaldir.

Hér er sagt frá landi í Odda og búskap frá fyrstu tíð; um stað og kirkjugoða í Odda; um nám Sæmundar fróða erlendis, lærdóm og ritmenningu í Odda; valdasókn Oddaverja í héraði og á landsvísu; völdum Jóns Loftssonar og mörgu fleiru.

Margir greinahöfunda unnu við Oddarannsóknina á síðustu fimm árum undir stjórn Helga Þorlákssonar, en ritstjóri bókarinnar er Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, sem hefur stýrt fornleifauppgreftri í Odda undafarin ár. Í ritnefnd sitja Ármann Jakobsson og Helgi Þorláksson.

Niðurstöður úr Oddarannsókninni, eru kynntar og önnur fræði tengd Odda. Heildarsaga Odda og Oddaverja kemur fram í nokkurri samfellu fram til um 1400.

Hér birtist því lunginn af þeim uppgötvunum og nýmælum um sögu Odda og Oddaverja sem fræðimenn hafa verið að grafa upp undanfarin ár, ýmist úr fornum skjölum eða beinlínis úr jörðinni.

Gert er ráð fyrir að bjóða félögum í Oddafélaginu bókina í forsölu á góðu verði, en það verður kynnt síðar.

spot_img

MEST LESIÐ:

Nýjar fréttir af Odda og Oddaverjum

Stórbók um sögu Odda og Oddaverja er væntanleg á árinu

Sögusýningin rís úr jörðu

„Og samt þú svafst of lengi, ó sögustóra fold! Eg vil, en vantar strengi, að vekja þig úr mold.“ M.J.

Hugmynd í þróun: Sæmundarstofa og Oddakirkja

Þegar um svo merkan og mikilvægan þjóðmenningarstað sem Odda er að ræða verður að vanda til verka og hugsa til framtíðar.

Fornleifarannsókn í Odda heldur áfram í sumar

Úthlutað var úr Fornleifasjóði á dögunum og var uppgröfturinn í Odda eitt af þeim verkefnum sem fékk styrk en Oddafélagið styður einnig við rannsóknina,...