HeimFréttir og greinarSæmundarstund 20. mars kl. 13.00 - 13.30

Sæmundarstund 20. mars kl. 13.00 – 13.30

Boðið er til Sæmundarstundar sem fram fer fimmtudaginn 20. mars kl. 13:00 til 13:30, við styttuna af Sæmundi fróða við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Að viðburðinum standa Oddafélagið, Stúdentaráð og skrifstofa rektors Háskóla Íslands.

Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó. Stundin hefur verið haldin árlega síðan, jafnan á degi sem næst vorjafndægri.

Þar er lærdómsmannsins og þjóðsagnapersónunnar Sæmundar fróða Sigfússonar minnst en hann var uppi á 11. og 12. öld. Sæmundur fór utan til náms og nam m.a. við skóla í Evrópu áður en hann sneri aftur til Íslands og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum.

Líkt og fyrri ár fer Sæmundarstund fram við styttuna af Sæmundi á selnum, sem stendur í Skeifunni fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Styttuna gerði Ásmundur Sveinsson og vísar hún til frægrar þjóðsögu af viðureign Sæmundar við kölska en samkvæmt þjóðsögunni flutti hann Sæmund heim til Íslands í selslíki.

Viðri illa, færist Sæmundarstund inn í anddyri aðalbyggingar Háskólans.

Dagskrá

Kl. 13:00 – 13:30

  1. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp.
  2. Þór Jakobsson, fyrrverandi formaður Oddafélagsins, greinir í örfáum orðum frá sögu og tilgangi Sæmundarstundar.
  3. „Kór Sæmundarstundar“. Börn í Leikskólanum Mánagarði syngja tvö lög.
  4. Katrín Jakobsdóttir, fyrrv. forsætisráðherra, flytur ávarp.
  5. Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs, flytur ávarp.
  6. Börnin í Mánagarði syngja eitt eða tvö lög.
  7. Sæmundarstund slitið.
spot_img

MEST LESIÐ:

Fundur um endurheimt votlendis í Odda

Fundurinn er haldin af Landi og skógi í samstarfi við Oddafélagið og verður á Teams, miðvikudag 28. maí 2025 kl. 14:30-15:30.

Ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Oddahátíð 2021

„Ég er stolt af því verkefni sem fór af stað til að rannsaka ritmenningu miðalda – og bjartsýn á að hér í Odda verði mennta- og fræðisetur að veruleika, áfangastaður fyrir okkur öll og mikilvæg miðja fyrir Rangæinga alla.“

Sæmundarstund við Háskóla Íslands, mánudaginn 20. mars

Ellefta árlega Sæmundarstund fer fram mánudaginn 20. mars kl. 13.00 - 13.30, við styttuna af Sæmundi fróða við Aðalbyggingu Háskólans.

Frétt Stöðvar 2 um opnun Oddabrúar

Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja.