Um Oddafélagið

Oddafélagið er samtök áhugafólks um endurreisn menningar- og fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum. Félagið var stofnað 1. desember 1990.

Helstu markmið félagsins eru að halda á lofti minningu Sæmundar Sigfússonar (1056-1133), stuðla að rannsóknum á ævi hans og verkum; rannsaka og miðla sögu Oddastaðar og niðja Sæmundar, Oddaverja; standa fyrir endurreisn menningar- og fræðaseturs að Odda fyrir almenning og fræðimenn.

Heiðursfélagar Oddafélagsins eru: Jakobína Erlendsdóttir (1922-2015) húsfreyja frá Odda á Rangárvöllum. Þórður Tómasson (1921-2022) fræðimaður, rithöfundur og stofnandi Byggðasafnsins á Skógum undir Eyjafjöllum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, stofnandi Oddafélagsins og formaður frá 1990 til 2016.

Verndari Oddafélagsins er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Stjórn

Eftirtalin skipa stjórn Oddafélagsins (2020-2022): Ágúst Sigurðsson formaður, Elína Hrund Kristjánsdóttir ritari, Elvar Eyvindsson gjaldkeri, Bergþóra Þorkelsdóttir, Friðrik Erlingsson, Árni Bragason og Helgi Þorláksson.

Aðalfundir og fundargerðir

Hér má skoða skýrslur aðalfunda og fundargerðir stjórnar.

Oddafélagið, b/t Ágúst Sigurðsson,
Eystri-Kirkjubær, 851 Hella.
Kt. 690916-0370.
Bankaupplýsingar:
Arionbanki Hellu,
Reikningur: 0308-22-921