Um Oddafélagið
Oddafélagið er samtök áhugafólks um endurreisn menningar- og fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum. Félagið var stofnað 1. desember 1990.
Helstu markmið félagsins eru að halda á lofti minningu Sæmundar Sigfússonar (1056-1133), stuðla að rannsóknum á ævi hans og verkum; rannsaka og miðla sögu Oddastaðar og niðja Sæmundar, Oddaverja; standa fyrir endurreisn menningar- og fræðaseturs að Odda fyrir almenning og fræðimenn.
Heiðursfélagar Oddafélagsins eru: Jakobína Erlendsdóttir (1922-2015) húsfreyja frá Odda á Rangárvöllum. Þórður Tómasson (1921-2022) fræðimaður, rithöfundur og stofnandi Byggðasafnsins á Skógum undir Eyjafjöllum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, stofnandi Oddafélagsins og formaður frá 1990 til 2016.
Verndari Oddafélagsins er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Stjórn
Eftirtalin skipa stjórn Oddafélagsins (2020-2022): Ágúst Sigurðsson formaður, Elína Hrund Kristjánsdóttir ritari, Elvar Eyvindsson gjaldkeri, Bergþóra Þorkelsdóttir, Friðrik Erlingsson, Árni Bragason og Helgi Þorláksson.
Aðalfundir og fundargerðir
Hér má skoða skýrslur aðalfunda og fundargerðir stjórnar.


