Oddahátíðin hefur jafnan verið haldin annað hvert ár þar sem velunnarar Oddafélagsins koma saman og gera sér glaðan dag í Odda. Hátíðin hefst á messu í Oddakirkju, veitingar eru í boði, stutt erindi flutt og tónlistaratriði lyfta andanum. Oddahátíð er haldin á laugardegi næst Þingmaríumessu, 2. júlí, og Seljumannamessu,
8. júlí, sem var kirkjudagur í Odda á miðöldum.