Styrkir og minningargjafir

Ef þú vilt styrkja félagið til góðra verka þá erum við ákaflega þakklát fyrir það.

Félagið stendur að fornleifarannsóknum í Odda, er að byggja upp aðstöðu fyrir vísindafólk í Ekru, rekur Fornleifaskóla unga fólksins og er að undirbúa uppbyggingu menningar- og fræðaseturs, Sæmundarstofu, í Odda. Nánari upplýsingar um verkefni félagsins má finna hér á síðunni undir: VERKEFNIN OKKAR.

Þú getur líka valið að styrkja eitt þessara verkefna sérstaklega og biðjum við þig þá að tilgreina það í pósti til formanns stjórnar.

Ef þú óskar nafnleyndar biðjum við þig að taka það fram í pósti til formanns stjórnar. Minningargjafir til félagsins birtum við hér á heimasíðunni með þeim hætti sem aðstandendur óska eftir.

Færslur um minningargjafir og styrki

Smelltu á hnappinn til að sjá allar færslur um styrki og minningargjafir til félagsins.