Oddarannsóknin

Rannsóknir í Odda eru nú komnar í gang af fullum krafti en Oddafélagið hlaut sumarið 2020 styrk úr svokölluðum RÍM sjóði ríkisstjórnarinnar sem hleypt var af stokkum í tilefni 75 ára lýðveldisafmælis Íslands.

Segja má að fyrsta skrefið hafi verið stigið sumarið 2016 þegar Oddafélagið stóð fyrir því að gera tilraunir með að fara með jarðsjá yfir svæðið heima í Odda. Það var Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem stýrði því verki. Oddafélagið gerði síðan samning í kjölfarið við Fornleifastofnum um að skipuleggja fornleifarannsóknir í Odda sem hófust sumarið 2018 en hin þverfaglega Oddarannsókn hófst nú í ár. Oddarannsóknin skiptist í fornleifarannsókn undir stjórn Kristborgar Þórsdóttur annarsvegar og þverfaglega rannsókn á undirstöðum ritmenningar í Odda sem stýrt er af Helga Þorlákssyni en með honum í teymi eru Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson.

Þá stýrir Egill Erlendsson þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að umhverfi og mannvist. Eins og fyrr segir er Oddarannsóknin styrkt af RÍM sjóðnum en aðrir styrktaraðilar eru m.a. Héraðsnefnd Rangæinga, Uppbyggingarsjóður Suðurlands og Ráðherra nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamála.

Allt um Oddarannsóknina

Hér getur þú lesið allar færslur á vefnum um Oddarannsóknina.