Oddahátíðin

Oddafélagið hefur haldið Oddahátíð nær árlega frá stofnun. Í fyrstu var hátíðin haldin á ártíðardegi Sæmundar Sigfússonar, 22. maí, á ýmsum stöðum, en eftir að ákveðið var að færa hátíðina til Odda 2018 og halda hana framvegis þar, var Þingmaríumessa, 2. júlí, valin eða laugardagurinn næst þeirri dagsetningu.